Er alltaf á reiðhjóli eða innan um hjól

Jón Óli Ólafsson hjólreiðakappi á milli Móskarðshnúka og Skálafells.
Jón Óli Ólafsson hjólreiðakappi á milli Móskarðshnúka og Skálafells. Ljósmynd/Aðsend

Straumhvörf urðu í lífi Jóns Óla Ólafssonar fyrir um 12 árum, en þá ákvað hann að fara allra sinna ferða á reiðhjóli og hefur gert það síðan. „Áhuga minn á hjólum og hjólreiðum má rekja til námsáranna í Óðinsvéum í Danmörku 1997 til 2000, en þá hjólaði ég hvert sem ég fór,“ segir Jón, sem er trúr köllun sinni og á og rekur Reiðhjólaverslunina Berlín á Háaleitisbraut í Reykjavík.

Jón lærði rafmagnstæknifræði án þess að hugsa mikið út í við hvað hann myndi starfa síðar. „Ég var ekki með hugann við hjólasölu en námið kemur sér vel núna, þegar ég sel og geri við rafmagnshjól,“ segir hann.

Áður en Jón fór út í eigin rekstur starfaði hann sem vefforritari og var síðan fararstjóri hjá ferðaskrifstofu. Árin 2015 og 2016 fór hann víða og sá meðal annars einföld reiðhjól með einum gír í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Þessi hjól voru ekki seld á Íslandi og því ákvað ég að hefja eigin rekstur og bjóða þau til sölu.“

Nánar er rætt við Jón í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert