66 prósent þjóðarinnar aldrei farið í sjósund

Sjósund í Norðurfirði.
Sjósund í Norðurfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

66% þjóðarinnar hefur aldrei farið í sjósund samkvæmt skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi dagana 14.-21. október.

Spurt var: Stundar þú sjósund á Íslandi?

1% svarenda segist fara reglulega í sjósund, 2% fara 3-11 sinnum á ári, 4% fara sjaldan eða 1-2 sinnum á ári. 27% hefur prófað að fara í sjósund en segist ekki stunda það og 66% hefur aldrei prófað að fara í sjósund. 

Marktækt fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni stunda sjóböð og fleiri á aldrinum 45-54 ára en 65 ára og eldri stunda sjóböð. Þá er ekki er marktækur munur eftir kyni.

Úrtakið í könnum Prósents var 2.600 einstaklingar 18 ára og eldri og var svarhlutfallið 50,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert