Hákon og Oddur skipaðir héraðsdómarar

Hákon Þorsteinsson og Oddur Þorri Viðarsson.
Hákon Þorsteinsson og Oddur Þorri Viðarsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson og Odd Þorra Viðarsson í embætti héraðsdómara.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Segir þar að Hákon hafi verið skipaður í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember og að Oddur hafi verið skipaður í embætti dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en hann mun sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar.

Víðtæk reynsla

Há­kon er 44 ára og lauk lög­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2006 og meist­ara­prófi frá sama skóla 2008.

Þá út­skrifaðist hann með viðbót­ar­diplóma á meist­ara­stigi í op­in­berri stjórn­sýslu frá Há­skóla Íslands í fyrra. Hann hef­ur verið með héraðsdóms­rétt­indi síðan 2009.

Hann hef­ur meðal ann­ars starfað við lög­fræðiráðgjöf hjá Kaupþing banka, sem héraðsdóms­lögmaður, sem aðstoðarmaður héraðsdóm­ara, sem sett­ur héraðsdóm­ari, aðstoðarmaður dóm­ara við Lands­rétt, sett­ur skrif­stofu­stjóri við Lands­rétt í fjóra mánuði og sem sett­ur dóm­stjóri við Héraðsdóm Vest­fjarða í tvo mánuði.

Odd­ur er 38 ára og er með BA-próf og meist­ara­próf í lög­fræði frá Há­skóla Íslands.

Þá lauk hann viðbót­ar­diplómu í gagn­rýnni hugs­un og siðfræði frá sama skóla á þessu ári. Hann hef­ur verið full­trúi á lög­manns­stofu, lög­fræðing­ur í for­sæt­is­ráðuneyt­inu og starfað meðal ann­ars með nefnd um um­bæt­ur á sviði tján­ing­ar-, fjöl­miðla og upp­lýs­inga­frels­is og komið að gerð nokk­urra laga­frum­varpa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka