Hlutdeildarlán sprungin

Mikil eftirspurn er eftir hlutdeildarlánum til íbúðarkaupa.
Mikil eftirspurn er eftir hlutdeildarlánum til íbúðarkaupa. mbl.is/Baldur

Mikil umframeftirspurn er eftir hlutdeildarlánum en opnað var fyrir umsóknir um þau á nýjan leik 4. október sl. og hægt var að sækja um lánin til og með 21. október.

Alls var sótt um lán að fjárhæð 1.870 milljónir króna, en aðeins eru 800 milljónir til skiptanna á því tímabili sem um er að ræða. Opnað verður fyrir umsóknir á nýjan leik í nóvember nk. þegar nýtt umsóknartímabil hlutdeildarlána gengur í garð.

Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa fyrstu kaupendum til boða, sem og þeim sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tekjumörkum sem eru þau að hámarkstekjur einstaklinga mega vera allt að 9.465.000 krónum sl. 12 mánuði, en hámarkstekjur hjóna eða sambýlisfólks 13.221.000 krónur á sama tímabili. Þegar barn eða ungmenni undir 20 ára aldri er á heimilinu bætast 1.805.000 krónur við tekjuheimildir umsækjenda.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert