Tveir skólar til viðbótar boða verkföll

Boðuð hafa verið verkföll í Árbæjarskóla og Heiðarskóla.
Boðuð hafa verið verkföll í Árbæjarskóla og Heiðarskóla.

Árbæjarskóli í Reykjavík og Heiðarskóli í Reykjanesbæ hafa bæst í hóp skóla þar sem félagsmenn Kennarasambandsins hafa boðað verkföll. Fyrstu verkföll hefjast á þriðjudag ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.

Í heild eru þá þrettán skólar sem boðað hafa verkfallsaðgerðir. Um er að ræða sex grunnskóla, fjóra leikskóla, tvo framhaldsskóla og einn tónlistarskóla.

Verkföllin eru boðuð í eftirfarandi skólum þann 29.október.

Leikskólar: 

Leikskóli Seltjarnarness
Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki
Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík
Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ

Boðuð verkföll í leikskólum eru ótímabundin.

Grunnskólar 

Áslandsskóli í Hafnarfirði
Laugalækjarskóli í Reykjavík
Lundarskóli á Akureyri

Um er að ræða tímabundin verkföll frá 29. október til 22. nóvember.

Fjölbrautarskólar 

Fjölbrautaskóli Suðurlands
Tónlistarskóli Ísafjarðar

Þessi tvö síðastnefndu eru tímabundin, boðuð frá 29. október til 20. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka