Lögreglustjórinn í toppsæti Miðflokksins á Suðurlandi

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, skipar efsta sæti lista …
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, skipar efsta sæti lista Miðflokksins í suðurkjördæmi. Ljósmynd/Aðsend

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, skipar fyrsta sæti á lista Miðflokksins í suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum í nóvember. Þetta kunngjörir flokkurinn í fréttatilkynningu.

Lítur listinn í heild sinni svo út:

  1. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri
  2. Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi
  3. Ólafur Ísleifsson, fv. alþingismaður
  4. Kristófer Máni Sigursveinsson verkstjóri
  5. G. Svana Sigurjónsdóttir bóndi
  6. Sigurður Jónsson hæstaréttarlögmaður
  7. Snædís Ósk Guðjónsdóttir stuðningsfulltrúi
  8. Ingiberg Þór Jónsson verkstjóri
  9. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir bæjarfulltrúi
  10. Hafþór Halldórsson rafvirki
  11. Sólveig Guðjónsdóttir, starfsmaður íþróttamannvirkja
  12. Sigurjón Veigar Þórðarson vélfræðingur
  13. Þórdís Grímheiður Magnúsdóttir húsmóðir
  14. Bjarmi Þór Baldursson bóndi
  15. Herdís I. Waage aðstoðarskólameistari
  16. Sigrún Harpa Sigurjónsdóttir Heide, stuðningsfulltrúi og leikskólaliði
  17. Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri
  18. Aron H. Steinsson rafmagnstæknifræðingur
  19. María Brink, fv. verslunarstjóri
  20. Sveinn Sigurjónsson, fv. skipstjóri

Uppfært: Í upphaflegri frétt kom fram að Jón Benediktsson læknir skipaði 10. sæti listans. Miðflokkurinn hefur leiðrétt fyrri tilkynningu og rétt er að Hafþór Halldórsson skipar það sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert