Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, skipar fyrsta sæti á lista Miðflokksins í suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum í nóvember. Þetta kunngjörir flokkurinn í fréttatilkynningu.
Lítur listinn í heild sinni svo út:
- Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri
- Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi
- Ólafur Ísleifsson, fv. alþingismaður
- Kristófer Máni Sigursveinsson verkstjóri
- G. Svana Sigurjónsdóttir bóndi
- Sigurður Jónsson hæstaréttarlögmaður
- Snædís Ósk Guðjónsdóttir stuðningsfulltrúi
- Ingiberg Þór Jónsson verkstjóri
- Birgitta Rán Friðfinnsdóttir bæjarfulltrúi
- Hafþór Halldórsson rafvirki
- Sólveig Guðjónsdóttir, starfsmaður íþróttamannvirkja
- Sigurjón Veigar Þórðarson vélfræðingur
- Þórdís Grímheiður Magnúsdóttir húsmóðir
- Bjarmi Þór Baldursson bóndi
- Herdís I. Waage aðstoðarskólameistari
- Sigrún Harpa Sigurjónsdóttir Heide, stuðningsfulltrúi og leikskólaliði
- Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri
- Aron H. Steinsson rafmagnstæknifræðingur
- María Brink, fv. verslunarstjóri
- Sveinn Sigurjónsson, fv. skipstjóri
Uppfært: Í upphaflegri frétt kom fram að Jón Benediktsson læknir skipaði 10. sæti listans. Miðflokkurinn hefur leiðrétt fyrri tilkynningu og rétt er að Hafþór Halldórsson skipar það sæti.