Landskjörstjórn hefur í dag og undanfarna daga tekið á móti framboðslistum vegna kosninga til Alþingis sem fram fara hinn 30. nóvember 2024. Alls skiluðu 11 stjórnmálasamtök inn framboðsgögnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landskjörstjórn.
Þau eru eftirfarandi:
B – listi Framsóknarflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.
C – listi Viðreisnar skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.
D – listi Sjálfstæðisflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.
F – listi Flokks fólksins skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.
J – listi Sósíalistaflokks Íslands skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.
L – listi Lýðræðisflokks – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.
M – listi Miðflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.
P – listi Pírata skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.
S – listi Samfylkingar – jafnaðarmannaflokks Íslands skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.
V – listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.
Y– listi Ábyrgrar framtíðar skilaði gögnum fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þá segir Landskjörstjórn, að yfirferð framboðanna sé hafin og standi í dag og næstu daga.
„Landskjörstjórn úrskurðar um gildi framboða á fundi sem halda skal í síðasta lagi þremur sólarhringum og fjórum klukkustundum eftir lok framboðsfrests. Fundurinn verður auglýstur þegar tímasetning liggur fyrir,“ segir í tilkynningunni.