Lögðu hald á sex kíló af metamfetamíni

Aldrei hefur verið lagt hald á meira magn af kristal …
Aldrei hefur verið lagt hald á meira magn af kristal metamfetamíni hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tæplega 6 kíló af kristal metamfetamíni í síðustu viku, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Sex voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í þágu málsins og voru fimm þeirra í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 6. nóvember. Einum þeirra hefur verið sleppt úr haldi.

Í tilkynningunni segir jafnframt að framkvæmdar hafa verið nokkrar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Þá er um að ræða stærstu haldlagningu á kristal metamfetamíni í einu máli hérlendis, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins.

„Rannsókn málsins, sem snýr að stórfelldu fíkniefnabroti og skipulagðri brotastarfsemi, miðar vel. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar Tollsins, embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert