Hiti í kringum frostmark yfir hádaginn

Spákortið á hádegi í dag.
Spákortið á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð suðlægri eða breytilegri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu og bjartviðri, en skýjað verður og stöku él vestanlands eftir hádegi.

Hiti verður í kringum frostmark yfir hádaginn.

Gengur í austan 8-15 m/s sunnanlands í kringum miðnætti með snjókomu eða slyddu.

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, verða á morgun. Bjart verður að mestu um landið norðan- og vestanvert, hiti um frostmark. Lítilsháttar rigning eða slydda verður sunnan- og austanlands þar sem hitinn verður á bilinu eitt til sex stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert