Máli Alberts áfrýjað

Albert var sýknaður fyrir héraðsdómi.
Albert var sýknaður fyrir héraðsdómi. mbl.is/Iðunn

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað niðurstöðu dóms í máli Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns í Fiorentina. Albert var fyrir þremur vikum sýknaður í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun.

Þetta kom fyrst fram á Vísi.

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Alberts segir í samtali við mbl.is að ákvörðunin komi á óvart. „Ákvörðun ríkissaksóknara um að áfrýja málinu til Landsréttar kemur á óvart. Enda er dómur héraðsdóms mjög vel rökstuddur og lögfræðilega réttur,“ segir Vilhjálmur. 

Málið hafði upp­haf­lega verið fellt niður af héraðssak­sókn­ara en sú niðurstaða var kærð til rík­is­sak­sókn­ara sem ákærði í mál­inu.

Al­bert er meðal fremstu knatt­spyrnu­manna Íslands nú um stund­ir og leik­ur með Fior­ent­ina á Ítal­íu.

Þing­hald fór fram fyr­ir lokuðum dyr­um til að verja friðhelgi meints brotaþola. Lög­fræðing­ur kon­unn­ar hef­ur gefið út að fjöl­skylda henn­ar teng­ist Al­berti vina­bönd­um frá því hún var barn.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert