J-deginum, upphafsdegi jólabjórsölu Tuborg-bjórframleiðandans, var fagnað með pompi og prakt í kvöld og létu ófáir sjá sig í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í fögnuðinum.
Ekki var þverfótað fyrir bláum Tuborg-jólasveinum og þyrstum Íslendingum við Dönsku krána á Ingólfsstrætinu.
„Klikkaður stemmari,“ sagði einn gesta kráarinnar spurður um stemminguna í bænum.