Hlýnar í veðri á morgun

Í dag verður austlæg átt 3-8 m/s og dálítil rigning eða slydda á sunnanverðu landinu, en léttir til síðdegis. Yfirleitt bjart á norðanverðu landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að hiti verði á bilinu 2 til 6 stig sunnanlands, en um eða undir frostmarki fyrir norðan.

Aðfaranótt sunnudags fer síðan að rigna aftur, en einnig slydda eða snjókoma norðanlands. Búast má við hlýnandi veðri, 6 til 12 stig síðdegis. Þá léttir til norðaustanlands seinnipartinn.

Útlit fyrir svipað veður á mánudag og þriðjudag.

Rigning og súld á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomulítið að mestu leyti á norðaustanverðu landinu. Áfram milt veður. 

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka