Völlurinn verði leikfær lengur

Morgunblaðið/Karítas

Nú standa yfir framkvæmdir á Laugardalsvelli sem felast í því að grasinu á vellinum verður skipt út fyrir blendingsgras sem einnig er kallað „hybrid-gras“ og einnig sett hitunarkerfi undir völlinn.

Markmiðið með framkvæmdunum er að gera Laugardalsvöll leikfæran mun stærri hluta ársins en verið hefur og er ætlunin að ljúka verkinu fyrir knattspyrnulandsleiki næsta sumars.

Þá verður sú breyting gerð að völlurinn verði einungis knattspyrnuvöllur í framtíðinni, en nýr þjóðarleikvangur fyrir frjálsar íþróttir verður byggður á öðrum stað í Laugardal.

Þetta er fyrsti áfangi í uppbyggingu vallarins. Ríkið og Reykjavíkurborg lögðu fram samtals 500 milljónir í verkefnið.

mbl.is/Karítas
mbl.is/Karítas
mbl.is/Karítas
mbl.is/Karítas
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka