Græni punkturinn ekki til marks um lágvöruverð

Finna má 230 af þeim vörum sem merktar eru með …
Finna má 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum í Bónus. Af þeim voru 80 meira en 10% dýrari í Kjörbúðinni og 33 liðlega fjórðungi dýrari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vörur merktar grænum punkti og þá sagðar vera á lágvöruverði í Kjörbúðinni eru allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands en á vef Kjörbúðarinnar er því haldið fram að vörur merktar græna punktinum séu á sambærilegu verði og í lágvöruverslunum.

Nær 10-11 en Bónus í verði

Finna má 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum í Bónus. Af þeim voru 80 meira en 10% dýrari í Kjörbúðinni og 33 liðlega fjórðungi dýrari.

Dæmi er um að verð sé allt að 47% og má í því samhengi nefna MS Óskajógúrt með melónukokteil.

Bent er á í tilkynningu að í því tilfelli sé verðið nær verði 10-11 heldur en Bónus.

Einnig má nefna 500 ml flösku af BonAqua sem var 37% dýrari í Kjörbúðinni heldur en í Bónus og Ísey skyr með bláberja- og hindberjabragði sem var 38% dýrara.

Eftirlitið skoðaði einnig samanburð á milli Kjörbúðarinnar og Prís. Finna mátti 160 vörur hjá Prís sem merktar eru með grænum punkti hjá Kjörbúðinni og voru þar af 89 þeirra 10% dýrari.

Skoðuðu um 800 vörur

Í tilkynningu segir að síðustu þrjá mánuði hafi Kjörbúðin verið um 30% dýrari en ódýrasta verslunin. Vörur merktar grænum punkti voru aftur á móti nær ódýrustu verslunum en engu að síður að meðaltali 16% dýrari en í Prís og 11% dýrari en í Bónus.

Könnunin var framkvæmd föstudaginn 1. nóvember í Kjörbúðinni, 2. nóvember í Prís og í Bónus 2. og 3. nóvember.

Skoðuð voru verð á 800 vörum merktum grænum punkti hjá Kjörbúðinni og þær bornar saman við liðlega 3.500 vörur í Bónus og 2.500 vörur í Prís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert