Spursmál: Forskot á sæluna hjá Flokki fólksins?

Víðir Reynisson, Inga Sæland og Pawel Bartoszek eru gestir Stefáns …
Víðir Reynisson, Inga Sæland og Pawel Bartoszek eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Það má búast við fjöri og flaumi þegar Inga Sæland, stofnandi og formaður Flokks fólksins, mætir í settið og situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.

Þátturinn er sýndur í spilaranum hér að neðan og hefst klukkan 14.

Flokkur fólksins á hvínandi siglingu

Í síðustu skoðanakönnunum Prósents hefur fylgi Flokks fólksins verið í hæstu hæðum en samkvæmt nýjustu könnun mælist Flokkur fólksins einungis með þremur prósentustigum lægra fylgi en Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur og mælist nú í 11,2%.

Má því segja að Flokkur fólksins sé á hvínandi siglingu þrátt fyrir að stefnumál flokksins séu enn frekar óljós. Það verður því athyglisvert að fylgjast með hvort breytingar kunni að verða á fylginu þegar stefnuskrá flokksins verður gerð opinber.

Í þættinum verður þjarmað að Ingu og knúið á um svör við því hver helstu áherslumál flokksins verða í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir og hvers verður að vænta af Flokki fólksins þegar að myndun nýrrar ríkisstjórnar kemur.

Sterkir frambjóðendur rýna í stöðuna 

Ásamt Ingu mæta tveir sterkir frambjóðendur í þáttinn til að fara yfir stöðuna í stjórnmálunum sem ríkir um þessar mundir. Það eru þeir Víðir Reynisson, lögregluvarðstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, og Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi, en hann situr nú í öðru sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. 

Ekki missa af spennandi og upplýsandi kosningaumræðu í Spursmálum á mbl.is klukkan 14 alla þriðjudaga og föstudaga fram að kosningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert