„Við erum enn með þetta húsnæði í leigusamningi og það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. En akkúrat núna erum við með lokað,“ segir Kjartan Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, sem rekur verslanir Apótekarans.
Lokað hefur verið í útibúi Apótekarans á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi frá því í vor er boðaðar voru endurbætur á húsnæðinu. Viðskiptavinum var við það tækifæri tilkynnt að opnað yrði aftur í haust. Umræddar endurbætur hófust hins vegar aldrei og nú hefur verið tekin ákvörðun um að loka apótekinu. Upplýsingar um apótekið voru fjarlægðar af vefsíðu Lyfjastofnunar eftir að apótekið hætti rekstri 23. maí síðastliðinn, samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.