Blóðbanki á hjólum

Blóðbankinn bætir við sig einum bíl og stefnir á að …
Blóðbankinn bætir við sig einum bíl og stefnir á að endurnýja eldri bílinn síðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur samþykkt að veita 50 milljónir króna í kaup á nýjum blóðsöfnunarbíl fyrir Blóðbankann.

Landspítalinn mun ráðast í útboð um kaup á bílnum og gert er ráð fyrir að hægt verði að taka hann í notkun fyrri hluta næsta árs.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins. 

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Þurfa 12 þúsund blóðgjafir á ári

Blóðbankinn er þegar með einn blóðsöfnunarbíl í rekstri. Hefur Landspítalinn forgangsraðað því að bæta við öðrum bíl sem er minni en sá sem fyrir er og geti þá farið víða um landið til að laða að nýja blóðgjafa, nær og fjær.

Til lengri tíma litið er horft til þess að endurnýja eldri bílinn og styrkja þannig enn frekar getu Blóðbankans til að ná betur til landsmanna og fjölga blóðgjöfum.

Blóðbankinn þarf um 12 þúsund blóðgjafir á ári hverju til að mæta þörfum sjúklinga, eða um 250 á viku. Reglulega þarf að kalla sérstaklega eftir blóðgjöfum þegar birgðastaðan er lág.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka