Hæsta fjárhæðin í Skagafirði

Sauðárkrókur í Skagafirði.
Sauðárkrókur í Skagafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Hæsta upphæð fjárhagsaðstoðar til einstaklinga sem sveitarfélög veita er í Skagafirði eða alls 281.280 kr. að því er fram kemur í samanburði á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoðar sem nær til 30 sveitarfélaga á landinu.

Garðabær er í öðru sæti en þar er fjárhagsaðstoð til einhleypra einstaklinga 251.285 kr. og Borgarbyggð í þriðja sæti. Þar er fjárhagsaðstoð sem veitt er 151,262 kr. án húsaleigusamnings en framfærsla barna er inni í grunnfjárhæðinni hjá því sveitarfélagi.

Þessar upplýsingar koma fram í svari sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn velferðarráðs borgarinnar um upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjavík í samanburði við önnur sveitarfélög.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert