Móðirin hlaut 18 ára dóm í Nýbýlavegsmáli

Konan fékk átján ára dóm.
Konan fékk átján ára dóm. mbl.is/Kristinn Magnússon

Móðir sem játaði að hafa orðið sex ára syni sínum bana var í morgun dæmd í átján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness.

Konan er um fimmtugt og var hún einnig ákærð fyrir tilraun til manndráps en sagt er að hún hafi einnig reynt að ráða eldri syni sínum bana.

DV sagði fyrst frá niðurtöðu dómsins en þinghald var lokað.

Karl Ingi Vilbergsson staðfesti niðurstöðu dómsins í samtali við mbl.is

Kon­an, sem er um fimm­tugt, var ann­ars veg­ar ákærð fyr­ir mann­dráp og stór­fellt brot í nánu sam­bandi, og hins veg­ar til­raun til mann­dráps og stór­fellt brot í nánu sam­bandi. Hluti af vörn málsins snéri að konan væri ekki sakhæf vegna andlegra kvilla.

Í ákæru máls­ins kem­ur fram að kon­an hafi svipt son sinn lífi með að setja kodda yfir and­lit hans og með báðum hönd­um þrýst kodd­an­um yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóst­kassa hans og ekki linað þau tök fyrr en dreng­ur­inn var lát­inn. Lést hann af völd­um köfn­un­ar að því er fram kem­ur í ákær­unni.

Þá er hún sögð hafa farið inn í svefn­her­bergi eldri drengs­ins þar sem hann lá sof­andi á mag­an­um og tekið fyr­ir vit hans með ann­arri hendi og í hnakka hans með hinni. Þrýsti hún and­liti hans niður í rúmið þannig að hann gat ekki andað. Vaknaði dreng­ur­inn við þessa at­lögu og gat losað sig úr taki móður­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka