Fyrsti vinningur gengur ekki út

Margir hafa keypt sér miða í Víkingalottóinu í Happahúsinu í …
Margir hafa keypt sér miða í Víkingalottóinu í Happahúsinu í Kringlunni síðustu vikur í von um þann stóra. mbl.is/Karítas

Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk síðast út 15. maí síðastliðinn. Aldrei fyrr hefur svo langur tími liðið án þess að vinningurinn hafi gengið út. Dregið var í gærkvöldi eftir að Morgunblaðið fór í prentun og var fyrsti vinningur þá 25-faldur. Vinningurinn hefur einu sinni náð að verða 24-faldur en það gerðist einmitt í byrjun þessa árs.

Norðmenn ekki lengur heppnir

„Þetta er mjög óvenjulegt. Norðmennirnir hafa greinilega ekki verið jafn heppnir og venjulega,“ segir Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, og vísar á gamansaman hátt til þess að frændur okkar Norðmenn hafa verið gjarnir á að næla sér í vinninga í Víkingalottóinu í gegnum árin. „Við höfum ekki neina skýringu á þessu – þetta er náttúrlega bara lottó – en vissulega er þetta óvenjulegt.“

Fyrsti vinningur stóð í 3,8 milljörðum króna fyrir dráttinn í gær. Það er sama upphæð og hefur mætt lottóspilurum síðustu vikur. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert