Heppinn Norðmaður vann stóra pottinn

mbl.is/Karítas

Stíflan brast í Víkingalottóinu í gærkvöldi þegar fyrsti vinningur gekk loksins út. Það var heppinn Norðmaður sem nældi sér í tæplega 3,7 milljarða króna. Annar vinningur féll sömuleiðis í hlut heppins Norðmanns en hann hljóðaði upp á 1.560 milljónir. Þrír Íslendingar fengu þriðja vinning og fékk hver um sig rúmlega 1,3 milljónir króna. Allir miðarnir voru keyptir í áskrift.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í dag hafði fyrsti vinn­ing­ur í Vík­ingalottó­inu ekki gengið út síðan 15. maí síðastliðinn. Aldrei fyrr hef­ur svo lang­ur tími liðið án þess að vinn­ing­ur­inn hafi gengið út. Þegar dregið var í gær­kvöldi var fyrsti vinn­ing­ur 25-fald­ur. Vinn­ing­ur­inn hef­ur einu sinni náð að verða 24-fald­ur en það gerðist ein­mitt í byrj­un þessa árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert