Hjólbarði datt undan bifreið og tafði umferð

Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í nótt.
Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í nótt. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 220 í Hafnarfirði. Þar hafði hjólbarði farið undan bifreið og skapaðist umferðarteppa vegna þess. Engin slys urðu á fólki. Bifreiðin var flutt af vettvangi.

Húsbrot og þjófnaður

Tilkynnt var um húsbrot og þjófnað í hverfi 104 í Reykjavík og í miðbæ Reykjavíkur. Málið er í rannsókn.

Einnig barst tilkynning um þjófnað í Breiðholti og er málið í rannsókn.

Ölvaðir í verslun 

Lögreglan hafði afskipti af tveimur ölvuðum einstaklingum í verslun í Grafarvogi. Þeim var vísað þaðan út, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til kl. 5 í morgun. 35 mál eru bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka án ökuréttinda í miðbæ Reykjavíkur og Árbæ. Sá síðarnefndi er einnig grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert