Klæðning fauk af vegi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Vegagerðin

Klæðning hefur fokið af veginum í Víðidal í Þistilfirði á um 50 metra löngum kafla að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.

Búast má við mögulegum lokunum á vegum á Vestfjörðum vegna veðursins en Veðurstofa Íslands er með gular og appelsínugular viðvaranir í gildi á í dag fyrir vestan-, norðan- og austanvert landið vegna suðvestan storms.

Vegna hvassra vinda og hlýinda má gera ráð fyrir leysingum og vatnavöxtum í ám og lækjum, sér í lagi á svæðum þar sem enn er snjór til fjalla. Skriðuvakt Veðurstofunnar biðlar til fólks að sýna aðgát nálægt giljum og farvegum, að fylgjast með veðurviðvörunum og umferðartakmörkunum á umferdin.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert