Ein stærsta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins

Unglingadeild Þjórsárskóla tók fyrstu skóflustunguna um miðjan september.
Unglingadeild Þjórsárskóla tók fyrstu skóflustunguna um miðjan september. Ljósmynd/Skeiða-og Gnúpverjahreppur.

Límtré-Vírnet mun að óbreyttu annast byggingu á fjölnota íþróttahúsi í Árnesi sem er ein stærsta framkvæmd í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 

Sveitastjórnin samþykkti á síðasta fundi sínum að taka tilboði Límtrés-Vírnets ehf í framleiðslu á fjölnota íþróttahúsinu sem rísa mun í Árnesi.

Límtré-Vírnet átti þó ekki lægsta tilboðið og bauð 192,5 milljónir í verkið. Atlas verktakar ehf áttu lægsta tilboðið, 192,1 milljón króna, en tilboðið reyndist ógilt þar sem það innihélt óheimila fyrirvara og frávik samkvæmt frétt Sunnlenska

Þar kemur jafnframt fram að um sé að ræða límtréshús með yleiningum en verkið felur í sér framleiðslu á öllu sem þarf til að reisa húsið á steypta plötu, þ.e.a.s. burðarvirki úr límtré, steinullar yleiningar í veggi og þak ásamt öllum festingum, skrúfum, þéttiefni o.s.frv.

Fimm önnur tilboð bárust í verkið. Protec trading ehf. bauð 232 milljónir króna. Byko 254,5 milljónir, Alerio IS ehf. 276,3 milljónir, Probygg ehf 350 milljónir og Húsasmiðjan 409 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert