Víðir gerir upp mistök frá covid-tímanum

Víðir Reynisson, núverandi oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, stóð í ströngu á covid-tímanum og var hluti hins valdamikla þríeykis sem stýrði landinu um missera skeið. Á þeim tíma gerði Víðir alvarleg mistök. Í Spursmálum gerir hann þau upp.

Segir hann mikilvægt að tímabilið verði betur gert upp og að til verksins verði kallaðir sérfræðingar af ólíkum sviðum samfélagsins.

Tengslin við KSÍ í brennidepli

Mistökin sem farið er yfir í viðtalinu varða annars vegar undanþágur frá sóttkví sem Víðir veitti forystumönnum KSÍ, þvert á þær reglur sem giltu um alla landsmenn. Þótti sú ákvörðun sérstaklega ámælisverð í ljósi þess að Víðir hafði gegnt trúnaðarstörfum sem yfirmaður öryggismála hjá Knattspyrnusambandinu.

Víðir Reynisson er gestur Spursmála að þessu sinni.
Víðir Reynisson er gestur Spursmála að þessu sinni. mbl.is/María Matthíasdóttir

Fór í sóttkví en hafði hitt marga

Þá var í þættinum einnig rifjað upp þegar Víðir þurfti að fara í sóttkví og upplýsti um leið um helst til mikinn gestagang á heimili hans á sama tíma. Ítrekar Víðir í viðtalinu að sá gestafjöld hafi þó verið í samræmi við þær reglur sem giltu á þeim tíma.

Þegar Víðir brást við fyrirspurnum fjölmiðla um málið á sínum tíma sagði hann:

„Laugardaginn 21. nóvember [2020] kom vinafólk okkar utan af landi til að búa tímabundið hjá okkur vegna læknisþjónustu sem þau þurftu að sækja til Reykjavikur. Dætur þeirra kíktu í kaffi á sunnudeginum. Vinkona okkar kom stutt við í kaffi líka. Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti.“

Á einum af fjölmörgum upplýsingafundum Almannavarna á tímum covid-bylgjunnar. Víðir …
Á einum af fjölmörgum upplýsingafundum Almannavarna á tímum covid-bylgjunnar. Víðir Reynisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Ljósmynd/Lögreglan

Orðaskiptin um þetta mál má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Þá er viðtalið við Víði í heild aðgengilegt í spilaranum hér að neðan. Pawel Bartoszek, frambjóðandi Viðreisnar er einnig gestur þáttarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert