Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs, en viðvörunin tekur til Breiðafjarðar, Vestfjarða, Stranda og Norðurlands vestra.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Þar segir, að spáð sé sunnan hvassviðri eða stormi norðvestan til á landinu seinnipartinn á morgun og búast megi við snörpum vindhviðum við fjöll. Aðstæður geta orðið varasamar fyrir vegfarendur.