Kleinudeginum fagnað í fjórða sinn

Kleinudeginum er nú fagnað fjórða árið í röð.
Kleinudeginum er nú fagnað fjórða árið í röð. mbl.is/Ólafur Árdal

„Þetta byrjaði mjög lítið en er búið að stækka með hverju ári,“ segir Haukur Guðmundsson, yfirbakari í Ikea, um kleinudaginn sem fagnað er í dag.

Í tilkynningu frá Vinum kleinunnar kemur fram að kleinudagurinn sé nú haldin hátíðlegur fjórða árið í röð og eru landsmenn hvattir til að fagna með því að fá sér kleinu, hvort sem um er að ræða heimagerða kleinu eða kleinu úr uppáhaldsbakaríinu.

30% meiri sala

Sjálfur segist Haukur hafa tekið eftir breytingum á þessum degi frá því að kleinudagurinn var haldinn fyrst.

„Það var alveg góð aukning hjá okkur í fyrra. Við seldum á þessum degi svona um það bil 30% meira.

Í dag er ég að áætla að við seljum kannski 8-9 þúsund kleinur í staðinn fyrir 3500-4 þúsund.“

Í Ikea seldust um það bil 30% meira af kleinum …
Í Ikea seldust um það bil 30% meira af kleinum 10. nóvember í fyrra. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert