„Í dag lítur út fyrir að lægðin sem er skammt suður af Reykjanesi fari norðaustur yfir land. Í kjölfar hennar snýst í vestan 10-18 m/s með skúrum, fyrst suðvestantil og kólnar aðeins.“
Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Hiti verður á bilinu 6 til 13 stig, hlýjast norðanlands.
Næsta lægð er síðan væntanleg á morgun, mánudag. Henni fylgir hvöss sunnanátt, rigning og hlýnandi veður.
Útlit er fyrir áþekkt veður á þriðjudag, en vindur verður suðvestlægari þegar á líður og áfram verður mest öll úrkoman á sunnan- og vestanverðu landinu. Hlýtt um allt land.