„Það verður ekki niðurstaðan að það verði 1 af hverjum 10

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 12% fylgi í nýjustu könnun Prósents. Bjarni Benediktsson er spurður hvort dagar hans séu taldir í pólitík verði það úrslit kosninga. Hann trúir enn á sigur.

Hann segir með öllu ótímabært að velta því fyrir sér hvort hann hverfi af sviði stjórnmálanna ef niðurstaða kosninganna verði flokki hans ekki hagstæð.

Orðaskiptin um þetta mál má sjá í spilaranum hér að ofan. Þau eru einnig rakin í textanum hér að neðan.

Má endurtaka vítið?

„Nú er boltinn hérna á vítapunktinum og þarna er markið og við ætlum að skjóta þessum bolta í markið. Núna ertu að spyrja mig, heyrðu Bjarni ef þú skýtur í stöngina, ætlar þú þá að biðja um að fá að taka annað víti..“

Það er mjög margt sem bendir til þess að þú sért að fara að skjóta í stöngina eða hreinilega bara fram hjá markinu.

„Nei, nei.“

Tölurnar sýna það.

„Við erum bara með góða stefnu sem á erindi við fólk. Við höfum ekki bara trú á okkar stefnu heldur okkar góðu frambjóðendum. Næsta verkefni er að fara í gegnum þessar kosningar, hvað gerist eftir það ræðst af úrslitum kosninganna, það ræðst sannarlega ekki af könnunum þremur vikum fyrir kosningar.“

Mátt hafa það eftir mér

Nei, en kannanirnar gefa okkur þó einhverja hugmynd um þetta og það eru rétt ríflega, samkvæmt þessari könnun, einn af hverjum tíu sem treysta Sjálfstæðisflokknum til að leiða landið áfram.

„Já, nú máttu bara hafa það eftir mér það verður ekki niðurstaða kosninganna að það verði einn af hverjum tíu. Það er útilokað. Við finnum fyrir því þegar við erum að ræða við fólk og ég get vísað í aðrar kannanir sem sýna allt aðra niðurstöðu. Ég trúi því enn þá, þrátt fyrir svona kannanir á þessum tímapunkti að við getum unnið þessar kosningar, ég trúi því.“

Bjarni Benediktsson er kokhraustur þrátt fyrir arfaslakt gengi í könnunum. …
Bjarni Benediktsson er kokhraustur þrátt fyrir arfaslakt gengi í könnunum. Hann hefur trú á því að flokkurinn sæki á í komandi kosningum. mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert