Atvinnuleysi jókst lítillega í október

Atvinnulausir á landinu öllu voru 7.487 talsins í lok október.
Atvinnulausir á landinu öllu voru 7.487 talsins í lok október. mbl.is/Eyþór

Skráð atvinnuleysi á landinu jókst lítið eitt í seinasta mánuði og mældist 3,4% en það var 3,3% í septembermánuði. Vinnumálastofnun (VMST) spáir því að atvinnuleysi verði á bilinu 3,4% til 3,6% í nóvember.

Stofnunin birti mánaðarlegt yfirlit yfir vinnumarkaðinn í gær þar sem kemur fram að 7.035 einstaklingar voru að meðatali atvinnulausir í október, 3.979 karlar og 3.056 konur. Fjölgaði þeim um 250 að jafnaði frá mánuðinum á undan.

Atvinnuleysið var mest á Suðurnesjum í október eða 5,9% og jókst atvinnuleysi þar milli mánaða eða úr 5,6% í september. Var atvinnuleysi karla á Suðurnesjum 5,7% en atvinnuleysi kvenna 6,3%.

Atvinnuleysi jókst alls staðar á landinu í október frá mánuðinum á undan nema á Vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu þar sem það stóð í stað. Ef litið er á atvinnuástandið eftir landshlutum var það næstmest á höfuðborgarsvæðinu eða 3,5%. Á landsbyggðinni mældist 3,3% atvinnuleysi í október. Minnst var það á Norðurlandi vestra eða 1,2% og 2% á Austurlandi.

„Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í október, mest var fjölgunin í farþegaflutningum með flugi. Atvinnulausum fækkaði lítillega í lok október í fjórum atvinnugreinum, mest þó í opinberri þjónustu,“ segir í umfjöllun VMST.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert