Fundað í fyrramálið

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var í sambandi við forsvarsmenn Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Þá fundaði hann með Læknafélagi Íslands.

Hann segir að ekki sé búið að boða til fundar á milli deiluaðilanna í kjaradeilu kennara en að hann verði aftur í sambandi við þá á morgun.

„Það er verið að vinna svona einhverja heimavinnu og leita einhverra lausna en það liggur engin ákvörðun fyrir um hvenær verður boðað til fundar.“

Allt í jákvæðum fasa

Hann segir hins vegar að hann hafi fundað með Læknafélagi Íslands í dag og að boðað hafi verið til annars fundar í fyrramálið.

„Það er fundur aftur í fyrramálið klukkan 10 og það er allt saman svona í einhverju ferli.“

Hann segist þó ekki geta sagt til um hvort það ferli muni skila árangri á næstu dögum eða ekki.

„Það er svo sem allt í jákvæðum fasa. Við erum að vísu í mjög umfangsmiklum verkefnum þannig að ég bara get ekki sagt til um hversu langan tíma það kann að taka eða hvort það takist yfir höfuð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert