Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum lýst yfir óvissustigi vegna skriðu- og grjóthrunshætta á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.
Þetta kemur fram í tilkynningu ríkislögreglustjóra.
Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni, sérstaklega undir bröttum hlíðum og farvegum þar sem vatn rennur niður hlíðarnar og jarðvegur er orðinn mjög blautur.
Hafa nokkrar skriður fallið á vegi á Vestfjörðum sl. sólarhring. Frekari upplýsingar á vef Veðurstofunnar.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið frá Visit Westfjords þar sem Aurskriðan sést vel.