Beint: Leiðtogar flokkanna á fundi Viðskiptaráðs

Fundurinn í Hörpu hefst kl. 8.30 og stendur til kl. …
Fundurinn í Hörpu hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10.30. mbl.is/Árni Sæberg

Viðskiptaráð efnir til kosningafundar í Hörpu í dag, undir yfirskriftinni „Horfum til hagsældar“.

Fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10.30. Fylgjast má með beinu streymi frá fundinum hér að neðan.

Samkvæmt dagskrá mun forystufólk stjórnmálaflokkanna ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild.

Eftirfarandi forystumenn stjórnmálaflokka hafa boðað komu sína:

  • Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki
  • Gísli Rafn Ólafsson, Pírötum
  • Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingunni
  • Ragnar Þór Ingólfsson, Flokki fólksins
  • Sigríður Á. Andersen, Miðflokki
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki
  • Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka