Það kemur í ljós í dagrenningu hvort fleiri skriður hafi fallið á Vestfjörðum í nótt.
Skriðuvakt Veðurstofu Íslands mun taka stöðuna klukkan 8 í dag, að sögn Jóhönnu Malen Skúladóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Hún segir annars ekkert nýtt að frétta eftir nóttina.
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum lýsti í gær yfir óvissustigi vegna skriðu- og grjóthrunshætta á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.