Skjátími barna: „Foreldrar eru fyrirmyndir“

Það er stöðugt algengara að sjá fólk samankomið þar sem …
Það er stöðugt algengara að sjá fólk samankomið þar sem allir eru með nefið ofan í símanum. Forvarnarstarf hefst alltaf á heimilinu. Ljósmynd/Colourbox

„Það sem ég var að fjalla um er mest um forvarnir og hvernig við getum komið í veg fyrir óhóflega notkun barna á skjám,“ segir Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur.

Hún hélt í gærkvöldi erindið Börn og skjár á málþingi Náttúrulækningafélags Íslands um skjáfíkn.

Silja segir að það geti verið erfitt að tala um skjátíma í mínútum og kannski sé betra að nálgast það frá öðru sjónarhorni.

Foreldrar líti í eigin barm

„Mér finnst mikilvægara að skoða frekar hvað börnin eru að gera á skjánum, hvort það sé uppbyggilegt og hvort við séum að eyða eða nýta tíma okkar vel,“ segir Silja.

„Það er mikilvægt að foreldrar líti í eigin barm og skoði sína skjánotkun áður en farið er að setja börnum reglur, því ef börnin horfa á foreldrana meira og minna í símanum ná boð og bönn um skjánotkun ekki til þeirra. Foreldrar eru fyrirmyndir og því mikilvægt að þeir skoði fyrst hvað þeir geta gert til að takmarka eigin skjátíma.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert