Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð í Skutulsfirði en honum var lokað á miðnætti. Áfram er óvissustig vegna skriðuhættu að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.
Þar kemur fram að vatnsskemmdir eru víða í Djúpinu og fólk er beðið að aka með gát. Bíldudalsvegur er einungis fær fjórhjóladrifnum bílum eftir að aurskriða féll á veginn í Trostansfirði í gær og þá er Snæfjallastrandarvegur lokaður vegna vatnaskemmda eftir veður síðustu daga.