Beint: Fundur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Ljósmynd/Vegagerðin

Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi í dag frá kl. 9.00-10.30 þar sem umferðin og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu verða til umfjöllunar.

Fjallað verður um þróun byggðar og samgangna síðustu ár og hvar helsta uppbygging og fólksfjölgun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað verður hvernig það hefur haft áhrif á bílaumferðina.

Farið verður yfir samanburð á meðalferðatíma í borgum sem eru sambærilegar við höfuðborgarsvæðið. Sagt verður frá niðurstöðum rannsóknar á ferðavenjum í blandaðri byggð. Loks verður farið yfir notkun á Strætó á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin ár og leiðina í átt að Nýju leiðaneti.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan.  

Dagskráin:

  • Opnun fundar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
  • Þróun byggðar og samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Cecilía Þórðardóttir, samgönguverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Vegagerðinni. Fjallað verður um þróun byggðar og samgangna síðustu ár og farið yfir hvar helsta uppbygging og fólksfjölgun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað verður hvernig það hefur haft áhrif á bílaumferð á þessu tímabili. Niðurstöður Ferðavenjukönnunar 2022 verða stuttlega til skoðunar og hún tengd við ferðamyndun í dag.
  • Umferðin í tölum – samanburður milli landa. Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur Ph.D. hjá EFLU. Farið verður yfir samanburð milli landa, hverjar meðaltafir eru í sambærilegum borgum og höfuðborgarsvæðið. Greiningarnar eru unnar út frá fljótandi ökutækjagögnum (TomTom) og sýna meðalferðatíma og meðalhraða á og utan háannatíma í nokkrum borgum á Norðurlöndunum.
  • Umferðin í tölum – ferðatími á höfuðborgarsvæðinu. Cecilía Þórðardóttir, samgönguverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Vegagerðinni. Ferðatími á annatímum árdegis og síðdegis á höfuðborgarsvæðinu verður til umfjöllunar. Skoðaðar verða nokkrar leiðir milli íbúasvæða og helstu atvinnu- og menntasvæða.
  • Ferðavenjur í blandaðri byggð. Albert Skarphéðinsson, verkfræðingur hjá EFLU. Farið verður yfir niðurstöður rannsóknar á áhrifum blandaðrar byggðar á ferðamyndun.
  • Innstig í strætó á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin ár og leiðin í átt að Nýju leiðaneti. Valgerður Gréta Benediktsdóttir, MSc í skipulagfræði og samgöngusérfræðingur hjá Strætó. Fjallað verður um annars vegar þróun í fjölda farþega (fjöldi innstiga) almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár og hins vegar aukna þjónustu á næstu árum með auknu fjármagni samanber uppfærðan Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Fundarstjóri: Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis hjá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert