Flugvél með eld í hreyfli hlekkist á við lendingu og brotlendir svo eldur brýst út. Hundrað manns sem eru um borð í vélinni sakar.
Þetta er sviðsmyndin sem unnið verður samkvæmt í flugslysaæfingu sem haldin verður á Keflavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, 16. nóvember. Isavia og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að æfingunni, sem reglum samkvæmt er haldin þriðja til fjórða hvert ár.
„Þetta er verkefni sem kallar á viðamikinn og flókinn undirbúning, enda þótt komin sé ágæt reynsla í því að setja upp svona verkefni. Alls koma um 400 manns hið minnsta að æfingunni; um 100 manns leika þolendur en hitt eru viðbragðsliðar til dæmis frá flugvellinum, slökkviliði, lögreglu, björgunarsveitum, Rauða krossinum, Landhelgisgæslunni og fleirum,“ segir Elva Tryggvadóttir, verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.