Myndskeið sýnir aurskriðurnar

Aurnum mokað út í Skutulsfjörð til að opna fyrir umferð.
Aurnum mokað út í Skutulsfjörð til að opna fyrir umferð. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Fjöldi aurskriða hefur fallið úr fjallshlíðum á Vestfjörðum síðustu daga vegna mikillar úrkomu og hafa fordæmalausar aðstæður þar skapast.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að starfsfólk stofnunarinnar hafi haft í nógu að snúast.

Gunnar Már Jónsson, verktaki Vegagerðarinnar, kveðst aldrei hafa séð annað eins á sínum ferli.

Á myndskeiði sem Vegagerðin birti á heimasíðu sinni sjást aurskriðurnar vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert