Einfalda þarf regluverk

Jens Garðar Helga­son er nýr odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi. Hann seg­ir það vera lyk­il­atriði í kosn­inga­bar­átt­unni að ræða við fólk og fyr­ir­tæki í kjör­dæm­inu og tala fyr­ir sjálf­stæðis­stefn­unni.

Hann seg­ir hátt vaxta­stig brenna á fólki í kjör­dæm­inu og því verði eitt stærsta verk­efni nýs þings að koma bönd­um á út­gjöld rík­is­sjóðs til þess að minnka verðbólgu og koma vaxta­stig­inu á rétt­an stað.

Eig­end­ur lít­illa fyr­ir­tækja krefjast að hans sögn ein­föld­un­ar reglu­verks og minnk­un­ar bákns­ins. Hann seg­ir aðspurður að þungt reglu­verk á fyr­ir­tækj­um hafi líka áhrif á launa­menn á al­menn­um vinnu­markaði.

„Það sem er verið að leggja á þessa litlu at­vinnu­rek­end­ur hef­ur áhrif á það hvað þeir geta stækkað, vaxið og bætt við sig fólki. Þannig að það hef­ur vissu­lega áhrif á alla sem eru á al­menn­um vinnu­markaði á end­an­um,“ seg­ir Jens Garðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert