Erfið akstursskilyrði eru á norðurhelmingi landsins í dag en blint getur orðið þar sem hvöss norðanátt með snjókomu og skafrenningi getur valdið ökumönnum vandræðum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Þar segir að það sé þurrt suðaustanlands en það hvessir þar með hviðum yfir 40 m/s við fjöll undir kvöld. Það dregur síðan hægt úr vindi og ofankomu í nótt og á morgun, fyrst vestast.