Milljónir um allan heim hafa breytt lífi þolenda

Ýmsir viðburðir verða haldnir og fræðsla til að vekja athygli …
Ýmsir viðburðir verða haldnir og fræðsla til að vekja athygli á herferðinni. Ljósmynd/Íslandsdeild Amnesty International

Í dag fer af stað alþjóðleg herferð Amnesty International: Þitt nafn bjargar lífi, en í ár verða níu mál þolenda frá öllum heimshlutum.

Í þeim hópi er TikTok-stjarna frá Angóla sem handtekin var daginn eftir að hún gagnrýndi forsetann í beinni á samfélagsmiðlum og baráttukona fyrir réttindum kvenna í Sádi-Arabíu sem handtekin var fyrir að klæðast hefðbundnum kufli og styðja réttindi kvenna á samfélagsmiðlum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International

„Frá því að herferðin hófst árið 2001 hafa milljónir einstaklinga um heim allan breytt lífi fjölda þolenda mannréttindabrota. Á rúmum 20 árum hefur verið gripið til 56 milljóna aðgerða og í máli rúmlega 100 einstaklinga hafa orðið jákvæðar breytingar í kjölfar herferðarinnar,“ segir í tilkynningunni.

Ljósmynd/Amnesty International

Auðveld leið til að hafa áhrif

Um sé að ræða auðvelda leið til að hafa mikil áhrif á einfaldan og aðgengilegan hátt, en stuðningur felst í því að skrifa undir málin á vefsíðu Íslandsdeildar Amnesty International.

„Samtakamátturinn skiptir máli. Fólk á Íslandi hefur heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálarnar með góðri þátttöku. Enda taka nærri 2% Íslendinga þátt á hverju ári. Það er mun hærra hlutfall íbúa en nokkur staðar í heiminum.“

Líkt og fyrri ár verður boðið um á fræðslu í skólum um allt land og ýmsir viðburðir haldnir til að vekja athygli á málinu og safna undirskriftum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert