Lögreglan var kölluð til vegna líkamsárásar í gærkvöld þar sem ráðist var á tvo einstaklinga. Talið er að árásaraðilarnir hafi verið nokkrir.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gærkvöld til klukkan 5 í nótt. Lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, er með árásarmálið til rannsóknar.
Lögreglustöð 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, fékk tilkynningu um rúðubrot en rúða í strætisvagni hafði verið brotin.
Einn ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur sviptur ökuréttindum en sá hefur ítrekað verið stöðvaður fyrir sama brotið. Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Hann var látinn laus eftir hefðbundið ferli.
Þá var ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en hann ók á 114 km/klst þar sem hámarkshraði er 60 km/klst.