Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi

Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og …
Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, við undirritun samningsins um augnlækningar á Austurlandi. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirrituðu í gær samning um augnlækningar á Austurlandi.

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að samningurinn tryggi þessa þjónustu við íbúa á Austurlandi og að fyrirkomulag þjónustunnar feli í sér að augnlæknar verða með móttöku á Egilsstöðum, fimm daga í senn, fimm til sjö sinnum á ári.

Þess utan veiti augnlæknar fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað sem heilbrigðisstofnun Austurlands hefur nýlega fest kaup á. Heilbrigðisstofnunin verður jafnframt með sérþjálfaðan starfsmann sem sinnir þjónustu við sjúklinga í tengslum við notkun búnaðarins á staðnum.

Markviss unnið að því að jafna aðgengi landsmanna

„Hér sjáum við íslenska heilbrigðisstefnu í framkvæmd, þar sem markvisst er unnið að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og nýta til þess samninga og jafnframt tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Hann segir samningurinn við sérgreinalækna sé mikilvægur liður en honum er meðal annars ætlað að styðja við framþróun í þjónustu sérfræðilækna með áherslu á nýsköpun og stafræna þróun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert