Veðrið hefur ekki verið rjúpnaveiðimönnum hliðhollt undanfarið og hefur tíðin sett svip á rjúpnavertíðina.
Lítill snjór hefur verið víðast hvar á landinu sem verður til þess að rjúpan er hátt í fjöllum og gjarnan mjög dreifð. Er þá illt við hana að eiga, ekki síst þegar við bætist að hún er jafnan stygg við slíkar aðstæður, hvað þá þegar vindar blása af krafti.
„Tíðin hefur verið rysjótt og leiðindaveður lent á helgunum. Það hefur sést dálítið af fugli og mönnum hefur mörgum gengið ágætlega að veiða þegar gefið hefur,“ segir Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís í samtali við Morgunblaðið, spurður um gang rjúpnaveiða það sem af er veiðitímabilinu.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.