Beint: Lokasprettur Einars fyrir Píeta

Einar Hansberg Árnason setti sér það markmið að fara 1.750 …
Einar Hansberg Árnason setti sér það markmið að fara 1.750 kílómetra á einni viku. Ljósmynd/Aðsend

Íþróttagarpurinn Einar Hansberg Árnason er nú á lokasprettinum í vikulangri þrekraun sinni til vitundavakningar Píeta–samtakanna. 

Átakið hófst síðasta laug­ar­dag í lík­ams­rækt­ar­stöðinni Af­rek þar sem mark­mið Ein­ars var að fara 1.750 kíló­metra á einni viku og munu kíló­metr­arn­ir skipt­ast niður á þrjú þrek­tæki. Áætlað er að hann klári þrekraun sína klukkan 19 í kvöld. 

Hann hefur á liðinni viku, dag og nótt, framkvæmt um 450 umferðir krefjandi æfinga sem innihalda af 2.000 metra á þrekhjóli, 1.000 metra á róðravél, 500 metra á skíðavél ásamt upphífingum. Alls verða umferðirnar 500.

mbl.is ræddi við Einar í vikunni.

Fengið lítinn svefn

Einar hefur lítið sem ekkert sofið, kannski bara 1-2 tíma á nóttu, að sögn Brynjars Smára Rúnarssonar, framkvæmdastjóra líkamsræktarstöðvarinnar Afreks.

Einar gerir þetta í þágu sjálfsvígsforvarna og til að vekja athygli á starfi Píeta–samtakanna. Hann hefur sjálfur átt allnokkra vini sem fallið hafa fyrir eigin hendi og er þetta ekki fyrsta sinn sem hann reynir við slíkt verkefni.

Árið 2018 réri hann 500 kílómetra fyrir Kristínu Sif Björgvinsdóttur, þáttastjórnanda á K100, eftir ótímabært andlát eiginmanns hennar.

Árið 2019 fór hann á einni viku í 36 sveit­ar­fé­lög­ og ýmist réri, skíðaði eða hjólaði í sér­stök­um þrek­tækj­um 13 kílómetra á hverj­um stað, til stuðnings Unicef.

Árið 2022 gerði Ein­ar síðan æf­ingu í 50 klukku­stund­ir á kort­ers fresti sem fól í sér 11 rétt­stöðubeygj­ur, tíu upphíf­ing­ar og æf­ingu á hjóli eða róðrar­vél sem brenndi 56 kal­orí­um, til stuðnings Píeta. 

Hjálparsími Píeta er opinn allan sólarhringinn í síma 552-2218. Við bendum einnig á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717 en í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka