Frystir um land allt á morgun

„Það hangir svona um frostmark en það kólnar í kvöld …
„Það hangir svona um frostmark en það kólnar í kvöld og nótt, og á morgun er frost um allt land,“ segir veðurfræðingurinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búast má við frosti nær alls staðar á landinu á morgun og næstu daga og éljagangi á norðaustanverðu landinu.

„Það er að lægja og draga úr úrkomunni fyrir norðan og austan núna næstu tímana,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við mbl.is en gul viðvörun er í gildi á Austur- og Norðausturlandi til hádegis.

„Það verður bara norðanstrekkingsvindur á þeim slóðum með éljagangi eftir að dregið hefur úr vindinum.“

Hægari vindur á suðurvesturhorninu

En sunnan og vestan til á landinu er sagan önnur: hægari vindur, lengst af bjart en smátt og smátt fer að kólna.

„Það hangir svona um frostmark en það kólnar í kvöld og nótt, og á morgun er frost um allt land,“ segir veðurfræðingurinn.

„Og þetta er nánast eins fram á miðvikudag nema það koma aðeins efnismeiri úrkomubakkar inn á Norður- og Austurland af og til. Það fyrsta virðist ætla að vera seint annað kvöld og aðra nótt,“ segir hann enn fremur og bætir við að það muni snjóa drjúgt úr bökkunum á meðan þeir ganga yfir landið.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka