Jólakötturinn lýsir upp skammdegið

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sótti uppljómunina og hélt tölu fyrir …
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sótti uppljómunina og hélt tölu fyrir viðstadda. mbl.is/Hákon

Kveikt var á ljósunum á jólakettinum á Lækjartorgi fyrr í dag. Kötturinn er um fimm metrar á hæð, sex metrar á breidd og lýstur upp með 6500 led-ljósum. 

Lúðrasveitin Svanur hélt uppi jólastemmingunni og skötuhjúin Grýla og Leppalúði virtu fyrir sér köttinn.

Kötturinn var settur upp í fyrsta sinn árið 2018 en hönnun hans er samstarf á milli Reykjavíkurborgar, MK-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlist, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sótti uppljómunina og hélt tölu fyrir viðstadda.

Jólakötturinn trónir yfir Lúðrasveitinni Svani.
Jólakötturinn trónir yfir Lúðrasveitinni Svani. mbl.is/Hákon
Grýla, Einar og Leppalúði.
Grýla, Einar og Leppalúði. mbl.is/Hákon
Jólakötturinn trónir yfir Lúðrasveitinni Svani.
Jólakötturinn trónir yfir Lúðrasveitinni Svani. mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert