Sigmundur og Þórdís takast á um „woke-afbökun íslenskunnar“

Þórdís klórar sér í hausnum yfir því að Sigmundur kippi …
Þórdís klórar sér í hausnum yfir því að Sigmundur kippi sér upp við orðin „öll velkomin“. Samsett mynd

Sigmundur Davíð Guðlaugsson, formaður Miðflokksins, er argur yfir notkun Sjálfstæðismanna á kynhlutlausu máli. Hann sakar þá um að hafa misnotað okkar ástkæra ylhýra á sjálfum degi íslenskrar tungu.

Í gær var dagur íslenskrar tungu, sem haldinn er ár hvert á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar, 16.nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti á samfélagsmiðlum að kosningaskrifstofa sín væri opin og að þar væru „öll velkomin“. 

„Þetta er slík misnotkun á tungumálinu (á degi íslenskrar tungu) að ég varð að bregðast við á útlensku,“ skrifaði Sigmundur, sem lét gamalt jarm fylgja færslunni af manni sem spyr „hvers vegna?“. 

Sigmundir vill nefnilega meina kynhlutlaust mál sé ekki „rökrétt“ og sakar Sjálfstæðismenn um „meinlega „woke”-afbökun íslenskunnar“.

Allir velkomnir hjá þér og öll velkomin hjá mér

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra úr röðum Sjálfstæðismanna, kom flokki sínum til varnar í kommentakerfinu.

„Hvernig er það málfræðilega rangt eða misnotkun á íslenskri tungu að bjóða öll velkomin? Ég skil alveg leikinn að vera sniðugur en það er þá bara af því þér finnst asnalegt að bjóða öll velkomin - ekki af því það er málfræðilega rangt að gera það,“ skrifaði hún.

„Allir velkomnir hjá þér og öll velkomin hjá mér - hvorugt er misnotkun á okkar ylhýra.“

Og Sigmundur svaraði: „Öll hvað, börn, dýr, hjú?“

Síðan hlekkjaði hann gamla færslu af blogginu sínu við ummælin.



Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fundaði með forseta Íslands á Sóleyjargötu 14. …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fundaði með forseta Íslands á Sóleyjargötu 14. október 2024. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert