Þrír voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir bílar skullu saman við Þrastarlund.
Þetta staðfestir lögreglan á Suðurlandi við mbl.is.
Þyrlan var kölluð út rétt fyrir klukkan átta. Biskupstungnabraut var lokað í kjölfarið og er búist við því að lokunin muni standa í töluverðan tíma.
Uppfært 21:05:
Í tilkynningu lögreglunnar segir að um alvarlegt umferðarslys hafi verið að ræða. Alls voru sex einstaklingar í bílunum tveimur.
Þeir þrír sem voru ekki fluttir með þyrlunni voru fluttir með sjúkrabílum á heilbrigðisstofnanir.
Auk lögreglu, sjúkraliðs og Landhelgisgæslu komu Brunavarnir Árnessýslu einnig að verkefninu.